Hugendubel.info - Die B2B Online-Buchhandlung 

Merkliste
Die Merkliste ist leer.
Bitte warten - die Druckansicht der Seite wird vorbereitet.
Der Druckdialog öffnet sich, sobald die Seite vollständig geladen wurde.
Sollte die Druckvorschau unvollständig sein, bitte schliessen und "Erneut drucken" wählen.

Perlumærin: saga frá eyðileggingu Jerúsalemsborgar

E-BookEPUBePub WasserzeichenE-Book
671 Seiten
Isländisch
SAGA Egmonterschienen am09.03.2023
Perlumærin er söguleg skáldsaga sem á sér stað í kringum fall Jerúsalem árið 70 eftir Krist og snertir söguþráðurinn á þeim atburðum. Sagan fjallar um hetjudáð ungrar konu í samfélagi þar sem mikil ólga ríkir. Neruda, ung ambátt og Rakel, húsfreyja hennar flýja fangelsi. Þær eru kristnir flóttamenn og sæta ofsókna í heimalandi sínu. Eftir viðburðaríka sjóferð fæðir Rakel stúlkubarn og nefnir hana Mirjam. Mirjam á fram undan örlagaríka ævi. Perlumærin segir frá ást, stríði, trúarhita og sögulegum atburðum sem fléttast allt saman við uppvöxt Mirjam og fjölskyldu hennar. -

H. Rider Haggard fæddist árið 1856 í enska þorpinu Bradenham. Hann var var áttunda barn foreldra sinna sem eignuðust tíu börn. Hann var eini sinna bræðra sem gekk ekki í einkaskóla því hann þótti ekki líklegur til að nýta menntun sína né ganga vel í skóla. Hann fluttist frá Bretlandi til Suður Afríku nítján ára gamall. Skáldverkin hans eiga sér oft stað í Afríku og er mikill ævintýrabragur yfir þeim. Hann var einnig fremstur í flokki í sköpun týndaheims skáldsagna sem eru sögur sem fjalla um uppgötvun nýrra samfélaga eða heimsmynda. Vinsælasta skáldsaga hans er Salómon konungur (e. King Salomon). En Haggard gaf út tíu skáldsögur yfir ævina, frá árinu 1912 og fram til ársins 2006 voru gerðar fjölmargar kvikmyndir sem byggja á skrifum Haggard.
mehr

Produkt

KlappentextPerlumærin er söguleg skáldsaga sem á sér stað í kringum fall Jerúsalem árið 70 eftir Krist og snertir söguþráðurinn á þeim atburðum. Sagan fjallar um hetjudáð ungrar konu í samfélagi þar sem mikil ólga ríkir. Neruda, ung ambátt og Rakel, húsfreyja hennar flýja fangelsi. Þær eru kristnir flóttamenn og sæta ofsókna í heimalandi sínu. Eftir viðburðaríka sjóferð fæðir Rakel stúlkubarn og nefnir hana Mirjam. Mirjam á fram undan örlagaríka ævi. Perlumærin segir frá ást, stríði, trúarhita og sögulegum atburðum sem fléttast allt saman við uppvöxt Mirjam og fjölskyldu hennar. -

H. Rider Haggard fæddist árið 1856 í enska þorpinu Bradenham. Hann var var áttunda barn foreldra sinna sem eignuðust tíu börn. Hann var eini sinna bræðra sem gekk ekki í einkaskóla því hann þótti ekki líklegur til að nýta menntun sína né ganga vel í skóla. Hann fluttist frá Bretlandi til Suður Afríku nítján ára gamall. Skáldverkin hans eiga sér oft stað í Afríku og er mikill ævintýrabragur yfir þeim. Hann var einnig fremstur í flokki í sköpun týndaheims skáldsagna sem eru sögur sem fjalla um uppgötvun nýrra samfélaga eða heimsmynda. Vinsælasta skáldsaga hans er Salómon konungur (e. King Salomon). En Haggard gaf út tíu skáldsögur yfir ævina, frá árinu 1912 og fram til ársins 2006 voru gerðar fjölmargar kvikmyndir sem byggja á skrifum Haggard.
Details
Weitere ISBN/GTIN9788728281741
ProduktartE-Book
EinbandartE-Book
FormatEPUB
Format HinweisePub Wasserzeichen
FormatE101
Erscheinungsjahr2023
Erscheinungsdatum09.03.2023
Seiten671 Seiten
SpracheIsländisch
Artikel-Nr.11180866
Rubriken
Genre9200

Inhalt/Kritik

Leseprobe



1. KAP.

Fangelsið í Cæsaríu.


Eigi voru liðnar meira en tvær klukkustundir af miðnætti og þó voru margir á fótum í borginni Cæsaríu við Sýrlandsströnd. Heródes Agrippa, af náð rómverja, konungur yfir öllu Gyðingalandi, var um þetta leyti á hátindi veldis síns og hjelt nú veislu mikla til heiðurs Claudíusi keisara Rómverja. Til veislu þessarar bauð hann öllum voldugustu mönnum landsins og auk þess almúgafólki í þúsundatali. Borgin var full af gestum og hvergi autt rúm að finna í gistihúsunum, hafði og aðkomufjöldinn slegið upp tjaldbúðum á ströndinni svo sem svaraði tveim mílum út frá borginni í báðar áttir. Inni í bænum var alt fult og lágu menn á bekkjum og borðum, bæði í gistihúsum og einstakra manna heimilum; þegar það þraut gerðu menn sjer að góðu að liggja á gólfinu, hópum saman, - já enda á hinum flötu húsþökum var ekki hægt að þverfóta fyrir aðkomumönnum.

Hin mikla borg var því engu líkari en bíkúbu, sem einhver hefði af hrekkjum rótað í eftir sólarlag, og þótt nú væru allflestir svallararnir gengnir til hvílu, mátti þó enn heyra söng og háreysti ölvaðra manna er reikuðu um göturnar, áleiðis til heimila sinna. Voru margir þeirra ennþá skreyttir visnuðum rósviðarsveigum, er þeir höfðu borið við veisluborðið. Á leiðinni ræddu þeir, sem eigi voru of ölvaðir til þess, um það er þeir höfðu daginn áður sjeð í hinu mikla hringleikhúsi (Cirkus), buðu þeir og tóku við veðmálum um leiki þá og einvígi, er fara áttu fram þenna nýbyrjaða dag. Var það almannarómur, að þeir leikir ættu að verða langt um áhrifameiri og ægilegri en það, er þegar hafði verið sýnt.

Fangahúsið í Cæsaríu var mikil og skuggaleg bygging úr brúnum steini. Stóð húsið á hæð einni, og var því skift í marga smágarða og umgirt háreistum múrveggjum með gryfju fyrir utan. Fangarnir heyrðu glögt hávaða og högg smiða þeirra, er unnu að undirbúningi í hringleikhúsinu, sem lá neðan við hæðina.

Hávaði þessi var mörgum föngunum áhyggjuefni, þar sem þeir voru dæmdir til að taka virkan þátt í kappleikjum þeim og sýningum er áttu að fara fram þegar líða tók á daginn. - Í ytri fangelsisgarðinum voru þannig um hundrað manns. Allflestir þeirra voru Gyðingar, er dæmdir höfðu verið fyrir ýmsar stjórnmálayfirsjónir, sem að áliti dómaranna settu þá á bekk með glæpamönnum. Áttu þeir nú að berjast við helmingi fleiri vilta Araba úr eyðimörkinni. Arabar þessir áttu að vera ríðandi og vopnaðir sverðum og lensum, en herklæðalausir. Þessir Arabar eða Bedúínar höfðu verið handteknir í landamæraorustum, og skyldi nú nota þá til skemtunar, um leið og líflátsdómi þeirra yrði fullnægt. Til þess að bardaginn yrði ekki eins ójafn, áttu Gyðingarnir að vera klæddir þungum brynjum og hafa stóra skildi. Bardagi þessi skyldi standa yfir í tuttugu mínútur, og þeim sem þá voru eftir á lífi og ekki höfðu gert sig seka um hugleysi, skyldi gefa frelsi og grið. - Já, Agrippa konungur, sem eigi var alveg eins blóðþyrstur og margir samtíðarmenn hans, hafði jafnvel látið Það boð út ganga, að særðum mönnum skyldi og þyrma, þó með því skilyrði, að einhver vildi taka að sjer að hjúkra þeim. Undir þessum kringumstæðum höfðu allir ákveðið að berjast til hins ítrasta, því »flestir kjósa firðar líf«.

Í öðrum hluta fangelsisins hafði annar hópur safnast saman, og var sá að öllu ólíkur þeim, er þegar hefir verið lýst.

Í hópi þessum voru eigi fleiri en fimtíu til sextíu, og var því nóg afdrep fyrir þá í hinum voldugu bogagöngum fangelsisins. Að átta til tíu karlmönnum undanteknum, sem allir voru gamlir - eða að minsta kosti teknir að eldast - því hinir yngri og hraustari höfðu verið valdir úr til skylmingaleikjanna - voru í hópi þessum eintómar konur og fáein börn. Þetta fólk tilheyrði alt hinum nýja sið, er nefndur var kristni; tilbáðu þeir Jesús nokkurn, sem hafði verið krossfestur í Jerúsalem fyrir hjer um bil fimtán árum síðan, að því er hermt var, vegna þess að hann prjedikaði uppreist gegn rómverjum. Þá var Pontíus Pílatus landstjóri þar; en síðan hafði hann verið útlægur ger til Galíu, og var mælt, að hann hefði ráðið sjer þar bana. Þegar hann var landstjóri í Júdeu, hafði hann mist alla lýðhylli, sökum þess, að hann hafði tekið fjársjóð musterisins og varið honum til þess að byggja vatnsleiðslu til borgarinnar. Hafði þetta orðið orsök uppreistar, er kostaði mörg mannslíf. Nú var hann gleymdur fyrir löngu; en þótt undarlegt mætti virðast, var svo að sjá sem kenning og frægð Jesús þessa breiddist óðfluga út, því margir voru þeir, er gera vildu hann að guði og prjedikuðu nýja trú í nafni hans. Var trú þessi í mótsögn við trú Gyðinga, og þar af leiðandi hötuðu þeir hinn nýja sið og reyndu með öllum mögulegum ráðum að hefta framgang hans.

Farisear, Sadusear, Zelotar, Levitar og prestar - allir reyndu þeir að æsa þjóðina gegn trú þessari, særðu þeir Agrippa og grátbændu að losa þá við þessa trúníðinga, sem saurguðu landið og kunngerðu fólkinu að Messias, sá er Gyðingar vonuðu að koma mundi með makt og miklu veldi til að losa þá undan oki rómverja og gera Jerúsalem að höfuðborg allrar veraldar, væri þegar kominn, sem fátækur timburmannssonur, er ferðaðist um landið og prjedikaði fyrir fátækasta hluta þjóðarinnar, þangað til hann ljet lífið á krossinum, sem hver annar glæpamaður.

Konungi leiddist að lokum þetta þóf og tók að leggja eyrun við kærum þeirra. Sjálfur var hann trúleysingi, eins og flestir hinna mentaðri Rómverja, er hann hafði samneyti við og vildi gjarnan hafa að vinum sínum. Í Jerúsalem skreytti hann musterið og færði Jehóva fórnir; en hann skreytti líka musterið í Berytus, og þar fórnaði hann Júpiter til dýrðar. Hann var allra gagn, ef svo mætti að orði komast, og í raun og veru ekkert annað en býlífur vindhani.

Hann kærði sig ekki hið minsta um hina kristnu. - Hvers vegna ætti hann að láta sig þá nokkru skifta? Ï·eir voru svo fáir og lítilsmetnir, enda var ekki einn einasti ríkur eða göfugur maður meðal þeirra. Það var því óhætt að ofsækja þá - með því gerði hann Gyðingum greiða - og þess vegna ofsótti hann þá.

Jakob nokkurn ljet Agrippa taka höndum og krossfesta í Jerúsalem. Maður þessi hafði verið einn af lærisveinum hins krossfesta Krists og ferðast með honum um alt landið.

Hann ljet og varpa öðrum lærisveini, Pjetri að nafni, í dýflissu; hann var frægur ræðuskörungur. Ennfremur ljet Agrippa...

mehr