Hugendubel.info - Die B2B Online-Buchhandlung 

Merkliste
Die Merkliste ist leer.
Bitte warten - die Druckansicht der Seite wird vorbereitet.
Der Druckdialog öffnet sich, sobald die Seite vollständig geladen wurde.
Sollte die Druckvorschau unvollständig sein, bitte schliessen und "Erneut drucken" wählen.
E-BookEPUBePub WasserzeichenE-Book
288 Seiten
Isländisch
SAGA Egmonterschienen am15.08.2024
Hversu langt er hægt að ganga fyrir listina? Listmálarinn Peter Wihl er að undirbúa stórsýningu á verkum sínum í tilefni af fimmtugsafmæli sínu þegar hann skyndilega missir sjónina. Óttasleginn gerir hann allt sem í sínu valdi stendur til að endurheimta hana og þar af leiðandi lífsviðurværi sitt - þar með talið að semja við djöfulinn sjálfan. En kostnaðurinn við þá afdrifaríku ákvörðun verður fljótt hærri en ágóðinn. Bókin varpar fram siðferðislegum spurningum sem vekur lesanda til umhugsunar og með listilegum skrifum sínum tekst höfundi að flétta inn tilvísunum úr bókmenntaverkum eins og 'Öndin villta' eftir Henrik Ibsen.

Lars Saabye Christensen (1953) er norsk/danskur rithöfundur og einn vinsælasti norski rithöfundurinn af sinni kynslóð. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hefur verið aðlaður af bæði norsku og frönsku ríkisstjórnunum. Árið 2018 fékk hann Amanda kvikmyndaverðlaunin fyrir framlag sitt til norskrar menningar, en hann er einnig afkastamikill handritshöfundur.
mehr

Produkt

KlappentextHversu langt er hægt að ganga fyrir listina? Listmálarinn Peter Wihl er að undirbúa stórsýningu á verkum sínum í tilefni af fimmtugsafmæli sínu þegar hann skyndilega missir sjónina. Óttasleginn gerir hann allt sem í sínu valdi stendur til að endurheimta hana og þar af leiðandi lífsviðurværi sitt - þar með talið að semja við djöfulinn sjálfan. En kostnaðurinn við þá afdrifaríku ákvörðun verður fljótt hærri en ágóðinn. Bókin varpar fram siðferðislegum spurningum sem vekur lesanda til umhugsunar og með listilegum skrifum sínum tekst höfundi að flétta inn tilvísunum úr bókmenntaverkum eins og 'Öndin villta' eftir Henrik Ibsen.

Lars Saabye Christensen (1953) er norsk/danskur rithöfundur og einn vinsælasti norski rithöfundurinn af sinni kynslóð. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hefur verið aðlaður af bæði norsku og frönsku ríkisstjórnunum. Árið 2018 fékk hann Amanda kvikmyndaverðlaunin fyrir framlag sitt til norskrar menningar, en hann er einnig afkastamikill handritshöfundur.
Details
Weitere ISBN/GTIN9788727086156
ProduktartE-Book
EinbandartE-Book
FormatEPUB
Format HinweisePub Wasserzeichen
FormatE101
Erscheinungsjahr2024
Erscheinungsdatum15.08.2024
Seiten288 Seiten
SpracheIsländisch
Dateigrösse854 Kbytes
Artikel-Nr.17290279
Rubriken
Genre9200

Inhalt/Kritik

Leseprobe



1


Hálfu ári áður hafði hann misst sjónina.

Peter Wihl var í vinnustofunni á eftirmiðdegi í október að vinna við myndirnar á hátíðarsýninguna, tólf stóra strigaramma. Hann var í einkennisklæðnaðinum, hann var tilbúinn í slaginn: naktir fæturnir í slitnu sandölunum, síður, blettóttur frakki og klútur um hálsinn. Hann var búinn með sjálfan grunninn. Nú vantaði aðeins listina. Og hann var í góðum gír eins og einstaka sinnum gerist, það var næstum því eins og málefnaleg víma. Höndin var stöðug og hlýðin. Hugsanirnar greinilegar. Hann vissi hvert hann ætlaði. Það þurfti bara að finna leiðina. Hann hreyfði sig áreynslulaust frá einu mótífinu til þess næsta, hægt en örugglega tóku þau á sig mynd, líkamshlutar, vöðvar, herðablað, sin, liðamót á fingri. Hann mundi varla hvenær hann hafði fundið slíkt vald síðast, nú hafði hann náð tökum á verkfærunum sínum á ný, hann hafði tök á vinnunni, einmitt nú, þegar vinnan átti að verða að list, handverkið, erfiðið færi að ljóma og það var líkast hamingju. Það var hamingja. En allt í einu fann hann fyrir hræðilegum verk í augunum, eins og eitthvað brotnaði í þeim, brysti, það var alveg eins og augun fylltust af hávaða. Litirnir runnu saman, línurnar leystust upp, dýptin hvarf, honum sortnaði hreinlega fyrir augum og hann hneig niður á gólfið. Þetta stóð ekki lengi yfir. Það leið fljótt hjá. Hann heyrði aðeins bergmál sársaukans, þungan hjartslátt sjálfs sín. Peter Wihl kraup og hvíldi ennið lengi í lófunum. Hann komst til sjálfs sín. Allt féll í réttar skorður, jafn snögglega og það hafði brotnað. Hann stóð hægt upp og þegar hann sneri sér að háum gluggunum sá hann Helene og Kaiu neðst í garðinum, rammaðar inn af gluggapóstunum sem mynduðu krossa, í dvínandi októberbirtunni, og allt það sem hann sá fyllti hann gleði, eða létti, svo djúpum, svo yfirþyrmandi, að hann var næstum því farinn að gráta, vegna þess að rétt áður hafði hann verið í myrkrinu. Helene sat á hvíta bekknum undir eplatrénu og fletti handriti, svart, stuttklippt hárið, fjólubláar griplurnar, okkurgul kápan, aldrei nokkru sinni hafði hann séð hana jafn greinilega fyrir sér, á meðan rakaði Kaia laufi með hrífu sem var alltof stór fyrir hana. Og Peter Wihl hugsaði með sér að hann hefði aldrei málað þessar tvær manneskjur, hvorki konuna sína né dóttur.

Ef til vill var það ástæðan: þær voru honum of nánar og hann þorði það ekki.

Hann fór í úlpuna og gekk út til þeirra.

Kaia hélt áfram að raka, laufblöðin lágu í kringum hana eins og gulur hringur.

Trjágreinin rétt fyrir ofan Helene var svört, yst á henni hékk rautt, frosið epli.

- Hvað ertu að lesa?

- Hvað ég er að lesa? Villiöndina, auðvitað.

- Já, auðvitað. Gengur það vel?

Helene lagði handritið frá sér og leit upp til hans.

- Hvað er að?

- Ekkert.

Hún sat kyrr um stund og horfði á hann.

- Hvað er að? endurtók hún.

- Ég er bara svolítið þreyttur.

Vindhviða feykti öllum laufblöðunum af stað og Kaia stóð kyrr í gulum stormi. Peter gekk til hennar og þau reyndu að ná laufblöðunum saman, sum voru alveg þurr og leystust upp í ryk á milli fingranna og hurfu, önnur voru rök og svifu fram hjá og féllu niður annars staðar í garðinum, það var ekki hægt að ná þeim öllum og að lokum sat hann á hækjum sér fyrir framan dóttur sína.

Augu hennar voru græn.

Hún hafði erft augu móður sinnar.

- Við skulum láta láufblöðin liggja fram á næsta vor, sagði hann.

- Eigum við að gera það?

- Já. Þá geta þau lagt sig undir snjónum.

Kaia hló og benti á hann.

- Þú ert aftur kominn með málningu á andlitið.

- Hvaða lit?

Hún sleppti hrífunni og ýtti með vísifingrinum á ennið á honum.

- Bláan.

- Bara bláan?

- Líka svartan.

- Ekki fleiri?

- Jú. Dálítið af brúnum.

- Brúnum?

- Já. Þarna. Og hvítum. Á nefinu.

- Hverjum er ég líkur?

Kaia varð að hugsa sig um, á meðan horfðust þau í augu og Peter Wihl varð aftur gagntekinn af þessu græna augnaráði, augnaráði barnsins síns, opnu, djörfu, svo ónotuðu eins og það væri að sjá allt í fyrsta sinn.

Svo leið skuggi yfir andlit hennar.

- Ég veit það ekki, sagði hún lágt.

- Veistu það ekki?

Kaia leit niður og hristi höfuðið.

Og hún sagði þessi undarlegu orð, rödd hennar hljómaði næstum skelfd og það hræddi líka Peter.

- Þú ert ekki líkur sjálfum þér.

Hann reyndi að hlæja, hlæja það á brott.

- Er ég ekki líkur sjálfum mér?

Kaia hristi höfuðið aftur.

Helene stóð upp af bekknum, vindurinn fletti handritinu, blaðsíðu eftir blaðsíðu, og hún kom í áttina til þeirra. Peter rétti hægt úr sér. Hún lagði höndina á öxl hans.

Það var orðið dimmt.

- Farðu og hvíldu þig aðeins áður en þeir koma, sagði hún.

- Koma? Hverjir koma?

Kaia varð fyrri til að hrópa:

- Ben frændi!

Peter andvarpaði.

- Ben frændi.

Helene hallaði sér upp að honum.

- Varstu búinn að gleyma því?

- Nú man ég það. Ben frændi er að koma.

- Með fylgdarsvein.

- Guð minn góður. Einu sinni enn með fylgdarsvein?

Kaia hló, eins og henni væri létt yfir að geta talað um eitthvað sem hún hlakkaði til.

- Ben frændi. Með fylgdarsvein.

- Og mat, bætti Helene við.

Og Peter gerði eins og hún sagði, hann fór á vinnustofuna og lagði sig þar undir súðina. Hann sofnaði fljótlega við lyktina af terpentínu, ekki djúpt, rétt blundaði, á brún svefnsins, en samt nægilega djúpt til þess að hann dreymdi: Hann stendur aleinn á skólalóðinni, við drykkjarfontinn, hann er sennilega ellefu ára og honum er kalt. Svo kemur annar strákur til hans. Peter, ef hann heitir það líka í draumnum, verður hræddur, hann tekur nokkur skref aftur á bak, en strákurinn sem er stærri eða þreknari en hann, nemur ekki staðar fyrr en hann er kominn mjög nálægt, næstum því alveg upp að honum. Strákurinn spyr: Ef þú mættir velja, hvort myndirðu vilja verða blindur eða heyrnarlaus? Og um leið vaknar Peter aftur. Með svarið við spurningu draumsins á vörunum: Þetta er ekki val. Þetta er hótun.

Og jafn skyndilega man hann eftir...

mehr

Autor

Lars Saabye Christensen (1953) er norsk/danskur rithöfundur og einn vinsælasti norski rithöfundurinn af sinni kynslóð. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hefur verið aðlaður af bæði norsku og frönsku ríkisstjórnunum. Árið 2018 fékk hann Amanda kvikmyndaverðlaunin fyrir framlag sitt til norskrar menningar, en hann er einnig afkastamikill handritshöfundur.
Weitere Artikel von
Magnúsdóttir, Sigrún Kristín
Übersetzung