Hugendubel.info - Die B2B Online-Buchhandlung 

Merkliste
Die Merkliste ist leer.
Bitte warten - die Druckansicht der Seite wird vorbereitet.
Der Druckdialog öffnet sich, sobald die Seite vollständig geladen wurde.
Sollte die Druckvorschau unvollständig sein, bitte schliessen und "Erneut drucken" wählen.

Ávítarastríðið

E-BookEPUBePub WasserzeichenE-Book
382 Seiten
Isländisch
SAGA Egmonterschienen am04.10.2022
Dína er ung stúlka sem hefur erft gáfur frá móður sinni sem gera henni kleift að sjá inn í sálu fólks. En Drakan, drekaherrann yfir Dúnark, er í herferð við að elta niður og brenna hennar líka, svo hún verður að taka á öllu sínu til að berjast við hann. Þar kemur Nikó vinur hennar til sögunnar. Hann er erfingi ríkisins og frændi Drakans, en gerir ekki flugu mein. Saman leggja þau þó á ráðin um að steypa Drakan af stóli og koma á friði, en það mun hætta öllu sem þau elska...Þetta er 4. og síðasta bókin í ávítaraseríunni vinsælu.Ávítaraserían er röð ævintýrasagna fyrir börn og unglinga, sem fjalla um stúlkuna Dínu sem hefur yfirnáttúrulega hæfileika. Í seríunni lærir hún að nota hæfileika sína, en upplifir einnig mótlæti vegna þeirra og berst við ill öfl sem vilja útrýma hennar líkum.

Lene Kaaberbøl fæddist 24. mars árið 1960 í Kaupmannahöfn. Hún hefur skrifað frá því hún man eftir sér, en aðeins 15 ára gaf hún út sína fyrstu bók, um hestastelpuna Tinu. Síðan þá hefur hún skrifað yfir 30 barna- og unglingabækur og jafnvel spreytt sig á glæpasögum fyrir fullorðna. Hún er mjög hrifin af bókum J.R.R. Tolkiens og Ursulu K. LeGuin, enda gerast flestar bækur hennar í ævintýraheimi. Lene hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir bækur sínar og það hafa meira að segja verið gerðar kvikmyndir eftir nokkrum þeirra. Fyrir utan ritstörf, hefur hún unnið sem menntaskólakennari, reiðkennari og ritstjóri.
mehr

Produkt

KlappentextDína er ung stúlka sem hefur erft gáfur frá móður sinni sem gera henni kleift að sjá inn í sálu fólks. En Drakan, drekaherrann yfir Dúnark, er í herferð við að elta niður og brenna hennar líka, svo hún verður að taka á öllu sínu til að berjast við hann. Þar kemur Nikó vinur hennar til sögunnar. Hann er erfingi ríkisins og frændi Drakans, en gerir ekki flugu mein. Saman leggja þau þó á ráðin um að steypa Drakan af stóli og koma á friði, en það mun hætta öllu sem þau elska...Þetta er 4. og síðasta bókin í ávítaraseríunni vinsælu.Ávítaraserían er röð ævintýrasagna fyrir börn og unglinga, sem fjalla um stúlkuna Dínu sem hefur yfirnáttúrulega hæfileika. Í seríunni lærir hún að nota hæfileika sína, en upplifir einnig mótlæti vegna þeirra og berst við ill öfl sem vilja útrýma hennar líkum.

Lene Kaaberbøl fæddist 24. mars árið 1960 í Kaupmannahöfn. Hún hefur skrifað frá því hún man eftir sér, en aðeins 15 ára gaf hún út sína fyrstu bók, um hestastelpuna Tinu. Síðan þá hefur hún skrifað yfir 30 barna- og unglingabækur og jafnvel spreytt sig á glæpasögum fyrir fullorðna. Hún er mjög hrifin af bókum J.R.R. Tolkiens og Ursulu K. LeGuin, enda gerast flestar bækur hennar í ævintýraheimi. Lene hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir bækur sínar og það hafa meira að segja verið gerðar kvikmyndir eftir nokkrum þeirra. Fyrir utan ritstörf, hefur hún unnið sem menntaskólakennari, reiðkennari og ritstjóri.
Details
Weitere ISBN/GTIN9788728057940
ProduktartE-Book
EinbandartE-Book
FormatEPUB
Format HinweisePub Wasserzeichen
FormatE101
Erscheinungsjahr2022
Erscheinungsdatum04.10.2022
Reihen-Nr.4
Seiten382 Seiten
SpracheIsländisch
Artikel-Nr.11141206
Rubriken
Genre9200

Inhalt/Kritik

Leseprobe



Dína
Flautan


Flautan lá hljóð í grasinu við hliðina á mér. Ég þorði ekki að snerta hana, þorði varla að líta á hana en samt ... var eins og ég stæðist ekki freistinguna.

Faðir minn var dáinn. Flautan var það eina sem ég átti eftir hann.

Að endingu teygði ég mig eftir henni. Snerti langan, svartan legginn. Tók hana upp.

Innra með mér ómaði hljóð sem var að reyna að brjótast út. Villt eins og fuglasöngur, þungt eins og óveðursský. Hljóð sem ég gat ekki framkallað sjálf. En flautan gat það.

Fyrsti tónninn leið í gegnum loftið og upp eftir brekkunum og það var eins og allir héldu niðri í sér andanum og hlustuðu. Ég hikaði. Svo blés ég aftur, núna fastar, fastar, hömlulausar og ákveðnar.

Faðir minn var dáinn og öllum virtist vera sama. Flestum var líklega létt. En hann var helmingurinn af mér. Hann hafði leitað mín í tólf ár og á endanum hafði hann fundið mig. Kannski hafði hann ekki verið besti pabbi í heimi og kannski hafði mamma haft ástæðu til að óttast hann og kannski hafði hann gert eitt og annað sem ekki var rétt eða fallegt eða réttlátt en hann var samt pabbi minn og hann hafði tekið utan um mig þegar ég var sem hræddust og sungið fyrir mig. Og það var hann sem hafði spilað upp hliðin á Sagiskastala svo að Nikó og Davín og aðrir sem voru fangar þar sluppu út og það var hann sem spilaði drauma um frelsi og framfarir inn í huga hundruða kúgaðra barna í Kennsluhúsinu, svo þau öðluðust kjark til að strjúka frá lærifeðrunum. Hvers vegna mátti ég ekki syrgja hann í friði? Hver ætlaði að koma í veg fyrir að ég spilaði á flautuna sem hann hafði gefið mér ef mig langaði til þess?

Dína!

Mér brá og flautan rann úr höndum mér í miðjum tóni. Pjúuuíii, hljómaði, falskt og eymdarlega.

Mamma stóð rétt fyrir aftan mig. Andlit hennar var sem steinrunnið.

Ég sagði ekki neítt. Þrýsti bara flautunni að mér svo hnúarnir hvítnuðu.

Að lokum rauf mamma þögnina.

Mér finnst að þú ættir að ganga frá þessari flautu, sagði hún.

Ég þagði enn.

Þetta er ekkert leikfang.

Ég veit það vel! Líkléga betur en nokkur annar. Ég hafði séð með eigin augum hverju flautan gat komið til leiðar, bæði til góðs og ills. Ég hafði heyrt hana framleiða drauma sem bjargað höfðu lífi fólks. Og ég hafði heyrt hvernig það hljómaði þegar hún spilaði einhvern inn í dauðann. Skyldi ég ekki vita manna best að hún var ekkert leikfang?

Og svo sagði hún loksins það sem við vissum báðar að hún var búin að verá að hugsa um svo vikum skipti:

Ég vil ekki hafa að þú sért að spila á hana.

Hún hafði aldrei sagt þetta fyrr. Ég átti bara að skilja það sjálf að þetta væri rangt og óheppilegt og skaðlegt fyrir mig. En nú hafði hún sagt það berum orðum einmitt í þann mund sem mér fannst ég vera að vinna ákveðna baráttu. Einhvers konar stríð okkar á milli, ekki ólíkt því þegar við Davín reyndum með okkur hvort okkar gæti horft lengur í augu hins án þess að blikka. Það var auðvitað áður en ég fékk ávítaraaugun. Eftir það lék enginn þann leik við mig.

En það lék heldur enginn þennan leik við mömmu. Hún horfði á mig og augnaráð hennar var svo hvasst og stingandi að mér fannst hún horfa í gegnum mig. Í senn hlýlegt og kuldalegt. Augnaráð sem gerði það að verkum að manni fannst maður ekki hærri en tveir þumlungar.

Ég þrýsti flautunni enn að mér. Þú ræður þessu ekki, hugsaði ég með mér en ég sagði ekki neitt.

Ég held samt að hún hafi vitað hvað ég var að hugsa.

Heyrirðu það? sagði hún og nú notaði hún ávítararöddina. Og myndir fóru að birtast í höfðinu á mér, myndir sem ég hefði helst viljað sleppa við að sjá.

Sesúan sat og hallaði sér upp að eplatré. Höfuð Skugga hvíldi í kjöltu hans. Likami Skugga var líflaus og máttvana, án hjartsláttar, án andardráttar ...

Nei! Nei, ég vildi ekki hugsa um þetta. Vildi ekki hugsa um það ömurlegasta sem ég hafði nokkru sinni séð föður minn gera.

Dína. Líttu á mig.

Það var erfitt að neita. Það var ómögulegt. Ég leit í augu móður minnar og myndirnar streymdu áfram inn í höfuðið á mér þótt ég vildi ekki sjá þær.

Sesúan kom gangandi hÅgum skrefum. Hann kom í átt til mín og kannski ætlaði hann að hugga mig, halda utan um mig. En ég sá ekkert nema hendur hans, þessar grönnu og fallegu flautuleikarahendur sem voru nýbúnar að drepa aðra manneskju ...

Þetta var rangt. Ég vildi þetta ekki. Og þótt ég gæti ekki komið í veg fyrir að þessar myndir birtust í höfðinu á mér, þótt ég gæti ekki hætt að hugsa um allar þessar hörmungar þá vissi ég að þetta var ekki rétt.

Hún vildi fá mig til að skammast mín fyrir að vera dóttir Sesúans.

Og það vildi ég ekki.

Það var ekki rétt.

Ég geri mér enga grein fyrir hvernig ég fór að því. Þegar móðir mín beitti ávítaraaugnaráðinu eða ávítararöddinni átti maður enga undankomuleið fyrr en hún hafði haft sitt fram. Samt sem áður ... samt sem áður stóð ég ekki lengur hreyfingarlaus. Ég steig aftur á bak, hrasaði en reis á fætur aftur. Og svo sneri ég mér við og hljóp af stað.

Dína!

En ég vildi ekki heyra. Ég stakk fingrunum í eyrun og pírði aftur augun svö ég sá varla niður fyrir fæturna á mér. Og ég hljóp eins og fætur toguðu upp brekkuna, niður hinum megin, yfir lækinn ...

Dína. Stoppaðu. Ég verð að tala við þig!

Ég heyrði hróp mömmu fyrir aftan mig. Ávítaratónninn var horfinn úr rödd hennar og hún virtist bara örvæntingarfull. En ég sneri ekki við. Ég hljóp bara lengra og lengra þar til ég gat ekki meir.

 

Það var að koma myrkur. Fingur mínir voru stífir af kulda. Ég var öll stíf af kulda. Ég sat og hallaði mér upp að einum af steinunum í Steinhringnum og horfði niður yfir litla húsið okkar. Inni hafði einhver kveikt á lampa og hlerarnir voru ekki fyrir gluggunum svo að ljósið skein í gulum ferhyrningum út á hlaðið. Ég vissi að þetta var gert til að ég ætti auðveldara með að rata heim. Ég vissi að mamma var þarna niður frá, trúlega í eldhúsinu og að hún gat ekki á heilli sér tekið af áhyggjum. Mellí hafði áreiðanlega þráspurt um mig. Og Rósa og Davín ... það væri...

mehr